Health

Heilbrigðisráðuneytið, Formerly a Ministry of Health

July 22, 2015 By Guðmundur

Íslendingar feitir

Nýjustu gögn frá OECD gefa til kynna að Íslendingar séu ein feitasta þjóð álfunnar. Hlutfallið feitra hér á landi er uþb 21% á meðan 60% landsmanna er yfir kjörþyngd.

Mikið hefur verið rætt um offitu undanfarið. Að mati Páls Matthíassonar, forstjóra á Landspítala er offita ein helsta heilsufarsógnin sem Íslendinar standa frammi fyrir á næstu árum. Nýlega birti OECD ítarleg gögn þar sem yfirlit er gefið yfir heilsufarsmál í þeim ríkjum sem eru aðilar að stofnunnini. Ef marka má þessi göng eru Íslendingar í 6. sæti í Evrópu yfir feitustu þjóðirnar. Hlutfall þeirra sem eru of feitir er um 21% á meðan þeir sem eru yfir kjörþyngd eru um 60%.

Á undanförnum árum hefur tíðni offitu aukist gífurlega á Íslandi, árið 2000 var hún um 12% en aðeins tíu árum síðar hafði hún skriðið upp í 20%. Enn sem komið er er hlutfallið hér á landi þó lægra en í fjölmörgum öðrum löndum eins og t.d. í Bandaríkjunum svo og í Mexíkó. Þó er rétt að taka fram að aðferðafræðin sem notuð er til grundvallar þess að fá niðurstöðurnar hefur ekki verið óumdeild þar eð niðurstöðurnar byggjast á rannsóknum á lífstílskönnunum en ekki mælingum á offitu. Það breytir því þó ekki að aðrar rannsóknir og mælingar á offitu á Íslandi hafa gefið svipaða mynd og könnun OECD. Til að mynda lét Norræna ráðherranefndin gera rannsókn á Íslandi árið 2011, rannsóknin náði til mataræðis, hreyfingar og holdarfars á Norðurlöndunum öllum og þótti sýna að Íslendingar stæðu lakara að vígi en aðrar þjóðir.

Fjölmargar leiðir hafa verið reyndar til þess að berjast við vandann, er raunveruleikaþátturinn the Biggest Loser á Íslandi ein þerra. Nýlega lauk útsendingum á þáttaröð númer tvö en þar misstu keppendur sem voru 14 talsins að samanlögðu meira en hálf tonn á sjö mánaða tímabili. Það mun þó þurfa fleira til en eingögnu að losna við nokkur kíló, ráðast verður á rót vandans.

Með þetta að leiðarljósi tók vinnuhópur á vegum velferðarráðuneytisins sig saman og setti á fót áætlun til þess að berjast gegn vandanum. Elva Gísladóttir, sem er næringarfræðingur sat í vinnuhópnum. Að hennar mati þarf að efla áherslu á holla og góða lífshætti án þess að leggja sérstaklega áherslu á offitu eða líkamsþyngd. Eitt sem nefndin mælti með var að hækka verð á gosdrykkjum. Þó var það nú svo að aðeins nokkrum mánuðum síðar var sykurskatturinn felldur úr gildi sem hefur þvegöfug áhrif á við það sem mælt er með.

Allar líkur eru á því að algengi offitu muni valda aukningu á sjúkdómum svosem sykursýki svo og hjarta- og æðasjúkdómum, mun allt þetta taka sinn toll á heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir.
Aukin eftirspurn hefur verið eftir heilbrigðisþjónustu síðustu ár og mun þessi þróun að öllum líkindum halda áfra, Mikilvægt er að auka enn frekar á fornvarnarstarf þar eð talsverður árangur hefur orðið af því hér sem og annarstaðar. Er baráttan gegn reykingum gott dæmi um það segjir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala.

Filed Under: Uncategorized

Copyright © 2018 Log in